BÓKAÐU HÚS HÉR

Ef þú bókar tvær eða fleiri nætur þá reiknast sjálfkrafa afsláttur á hverja nótt.

  • Útskýringar á litum í dagatalinu í bókunarkerfinu:
    • Dökkgrænn = Lausar dagsetningar.
    • Ljósgrænn =  Dagsetningar sem að þú valdir.
    • Rauður = Uppseldar dagsetningar.
  1. Veldu dagsetningarnar sem þú ætlar að bóka húsið/húsin. Fyrst velur þú dagsetninguna sem að þú kemur (innritun), síðan velur þú dagsetninguna sem að þú ferð (útritun). Dagsetningarnar sem að þú valdir verða ljósgrænar á dagatalinu. Ef þú vilt bóka mörg hús, veldu þá „Bóka Marga Flokka“.
  2. Eftir að þú hefur valið dagsetningar sem eru lausar, þá færðu upp tvö til þrjú mismunandi verð þar sem þú hefur val um að bóka hús sem að er Endurgreiðanlegt*, Ekki endurgreiðanlegt* og ef að þú færð þriðja verðið þá er það afþví að þú hefur valið 2 eða fleiri nætur, þá kemur inn sjálfkrafa afsláttur af bókuninni.
    *Endurgreiðanleg bókun: Bókunin verður að fullu innheimt eftir staðfestingu bókunar. Hægt er að afbóka allt að 14 dögum fyrir innritun og fá að fullu endurgreitt. Ef afbókað er eftir þann tíma verður bókunin ekki endurgreidd.
    *Ekki endurgreiðanleg bókun: Bókunin verður að fullu innheimt og er ekki endurgreiðanleg.
  3. Í “magn“ fellilistanum velur þú magn húsa sem þú ætlar að bóka við það verð sem þú hefur valið (endurgreiðanlegt*, ekki endurgreiðanlegt*, tilboð ef bókaðar eru 2 eða fleiri nætur), fjöldi húsa í fellilistanum eru fjöldi húsa sem eru laus á dagsetningunum sem að þú valdir. Eftir að þú hefur valið fjölda húsa sem þú ætlar að bóka þá sérðu heildarkostnað fyrir hvert hús.
  4. Ýttu á „BÓKA“ takkann.
  5. Fylltu inn í öll box með þínum upplýsingum og yfirfarðu bókunina, athugaðu hvort allt sé rétt. Heildarupphæðin á bókuninni er sýnd neðst til hægri.
  6. Ýttu á „STAÐFESTA BÓKUN“ takkann.
  7. Innan skamms færðu staðfestingu með tölvupósti með hagnýtum upplýsingum
  8. Ef þú hefur frekari spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum Hafðu samband síðuna.